Erlent

40 miljónir sparast á dag

Sveitarfélögin spara um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur á dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund kennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna, en ljóst er að hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Sveitarfélög á landinu voru rekin með 2,6 milljarða króna tapi með afskriftum á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðað við þessar forsendur myndi 65 daga verkfall vinna upp rekstrartap sveitarfélaganna á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×