Innlent

Illskiljanleg kjaradeila

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri segir að upp sé komin mjög erfið staða í viðræðum kennara og sveitarfélaga. ,,Það ber mikið á milli aðila og ég tel að það sé ógjörningur fyrir sveitarfélögin að verða við kröfum kennara. Það bætir ekki úr skák að umræðan um kröfugerðina er illskiljanleg venjulegu fólki. Foreldrar, sveitarstjórnarmenn og margir kennarar eiga erfitt með að átta sig á deilunni og í hvaða stöðu hún er. Ég held að það bæti enn á óánægju fólks með stöðu mála". Lúðvík Bergvinsson, oddviti meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að ríkið verði að koma að lausn kjaradeilu kennara. ,,Sjóðir sveitarfélaganna eru þandir til fulls og því tel ég ólíklegt að deilan leysist nema að ríkið komi að henni eða fái sveitarsjóðunum stærra hlutfall af staðgreiðslunni. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans var augljóst að það mátti vænta launaskriðs hjá kennurum og sveitarfélögin fengu ekki næga meðgjöf til að standa undir því."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×