Þreföldun útgjalda 22. september 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum umhverfisráðuneytisins væri tilkominn vegna svokallaðs úrvinnslusjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. "Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar," sagði Siv um ráðherratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðuneytinu er talsvert meiri hlutfallsleg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðuneyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valdatíð þeirra. Halldór rúmlega tvöfaldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og við skýrðum frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðargæslu sem víðtæk pólitísk samstaða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráðherrann sem stóð upp úr ráðherrastól við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Útgjöld forsætisráðuneytisins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofnun og framkvæmdasjóður á herðum forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneytisins þegar Davíð settist í forsætisráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði - fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirðis. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar jukust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kringum 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að lagabreyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir samanburð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is . @Endir: Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum umhverfisráðuneytisins væri tilkominn vegna svokallaðs úrvinnslusjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. "Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar," sagði Siv um ráðherratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðuneytinu er talsvert meiri hlutfallsleg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðuneyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valdatíð þeirra. Halldór rúmlega tvöfaldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og við skýrðum frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðargæslu sem víðtæk pólitísk samstaða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráðherrann sem stóð upp úr ráðherrastól við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Útgjöld forsætisráðuneytisins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofnun og framkvæmdasjóður á herðum forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneytisins þegar Davíð settist í forsætisráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði - fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirðis. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar jukust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kringum 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að lagabreyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir samanburð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is . @Endir:
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira