Furðar sig á undanþágunefnd 26. september 2004 00:01 Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira