Matur sem börnin borða 30. september 2004 00:01 "Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís. Matur Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís.
Matur Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira