Stefnuræða gagnrýnd 13. október 2005 14:44 Stjórnarandstæðingar fundu fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar flest til foráttu í sjónvarpsumræðunum á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti ræðumaður stjórnarandstæðinga, hóf stórskotaárásina á Halldór með því að gagnrýna að hann skyldi ekki víkja aukateknu orði að Írak og stuðningi ríkisstjórnarinnar við Bandaríkin. Sagði hann ákvörðun Halldórs og forvera hans, Davíðs Oddssonar, um að setja Ísland á lista stuðningsríkja Bandaríkjanna dæmi um "ráðherrarræði". Það fyrirbæri hefði líka komið við sögu þegar "frændi og briddsfélagi" Davíðs Oddssonar hefðu verið skipaðir í Hæstarétt. "Þingið er í gíslingu ráðherraræðisins og nú hafa þeir læst krumlunum í Hæstarétt" sagði Össur Skarphéðinsson. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fréttir um fjárlagaferil Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að umræðuefni og sagði fréttamenn misskilja hvað lesa bæri út úr ríkisreikningi. Þær væru skráð óregluleg og ófyrirsjáanleg gjöld og hvernig fjárlagaafgangi væri varið til dæmis með greiðslum í lifeyrissjóði ríkisstarfsmanna, til Seðlabankans og fleira. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, beindi spjótum sínum að miklum viðskiptahalla og sagði að það ríkti "samsæri þagnarinnar" í þjóðfélaginu þar sem hver reyndi að ljúga því að öðrum að allt væri í lagi. Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri að framkvæma stefnu "íhaldsins" í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins sömu stefnu og Bush í Írak heldur líka í skattamálum. "Munurinn er sá að í Bandaríkjunum er viðurkennt að lækka eigi skatta mest á auðmönnum, en hér er reynt að fela það." Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þá þögn sem ríkti um Íraksstríðið, ráðherrarræðið og viðskiptahallannMYND/Valgarður Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar fundu fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar flest til foráttu í sjónvarpsumræðunum á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti ræðumaður stjórnarandstæðinga, hóf stórskotaárásina á Halldór með því að gagnrýna að hann skyldi ekki víkja aukateknu orði að Írak og stuðningi ríkisstjórnarinnar við Bandaríkin. Sagði hann ákvörðun Halldórs og forvera hans, Davíðs Oddssonar, um að setja Ísland á lista stuðningsríkja Bandaríkjanna dæmi um "ráðherrarræði". Það fyrirbæri hefði líka komið við sögu þegar "frændi og briddsfélagi" Davíðs Oddssonar hefðu verið skipaðir í Hæstarétt. "Þingið er í gíslingu ráðherraræðisins og nú hafa þeir læst krumlunum í Hæstarétt" sagði Össur Skarphéðinsson. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fréttir um fjárlagaferil Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að umræðuefni og sagði fréttamenn misskilja hvað lesa bæri út úr ríkisreikningi. Þær væru skráð óregluleg og ófyrirsjáanleg gjöld og hvernig fjárlagaafgangi væri varið til dæmis með greiðslum í lifeyrissjóði ríkisstarfsmanna, til Seðlabankans og fleira. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, beindi spjótum sínum að miklum viðskiptahalla og sagði að það ríkti "samsæri þagnarinnar" í þjóðfélaginu þar sem hver reyndi að ljúga því að öðrum að allt væri í lagi. Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn væri að framkvæma stefnu "íhaldsins" í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði ekki aðeins sömu stefnu og Bush í Írak heldur líka í skattamálum. "Munurinn er sá að í Bandaríkjunum er viðurkennt að lækka eigi skatta mest á auðmönnum, en hér er reynt að fela það." Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þá þögn sem ríkti um Íraksstríðið, ráðherrarræðið og viðskiptahallannMYND/Valgarður
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira