Fótbolti í morgunsárið 5. október 2004 00:01 Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Fréttablaðið er á njósnum kringum KR heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. "Við erum dálítið mishelgir,"segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. "Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu líkamsrækt og skemmtun," segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda "spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika," eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipaður dómari? "Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki," er eitt svarið. "Það er sá frekasti sem ræður," heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. "Við gerum út um leikinn í sturtunni." Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni. Ellefu eru mættir daginn sem Fréttablaðið er á njósnum kringum KR heimilið. Ekki allt vígðir menn að vísu en tengjast þó allir kirkjunni á einhvern hátt. Einn er greftrunarmaður, annar djákni og tveir eru synir eldri liðsmanna. "Við erum dálítið mishelgir,"segir einhver hlæjandi, hinir taka undir það og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það. Fínn hópur, það eru þeir allir sammála um. Þetta er áttunda árið sem þeir hittast til að stunda þessa eftirlætisíþrótt sína, sumir mæta tvisvar í viku. "Við hlaupum okkur rennsveitta og sameinum með þessu líkamsrækt og skemmtun," segja þeir og einn bætir við að þessar æfingar þeirra sanni gildi leiks fyrir fullorðið fólk. Aðspurðir segjast þeir aldrei hafa hlotið nein meiðsl að ráði í boltanum, enda "spilað af mikilli prúðmennsku og kærleika," eins og þeir orða það. Séra Halldór Reynisson skipar í liðin og er sjálfur í tapliðinu þegar kemur að leikslokum þennan daginn. Hann lætur sér það í léttu rúmi liggja. En er enginn skipaður dómari? "Nei, réttlætiskenndin er svo rík í liðinu að þess þarf ekki," er eitt svarið. "Það er sá frekasti sem ræður," heyrist úr annarri átt og sá þriðji kemur með enn eina skýringuna og þá sennilegustu. "Við gerum út um leikinn í sturtunni."
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira