Skattalækkanir í lok kjörtímabils 5. október 2004 00:01 Landsmenn þurfa að bíða þar til í lok kjörtímabilsins eftir mestum hluta skattalækkana, að því er fram kom í stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Helstu boðberar skattalækkana úr hópi stjórnarliða virðast ætla að láta sér það lynda. Í kosnigabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar kepptust menn um að lofa skattalækkunum. Nú, þegar verið er að mæla fyrir fjárlögum á kjörtímabilinu, liggur ekki enn fyrir hvenær og hvernig loforðin verða efnd. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er boðað að tekjuskattsprósenta á einstaklinga verði lækkuð um allt að 4%, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Í langtímaáætlun í ríkisfjármálum er tilgreint að um 20 milljörðum króna verði varið til skattalækkana og allt að 3 milljörðum króna til tiltekinna verkefna, svo sem til hækkunar barnabóta. Þegar liggur fyrir að tekjuskattshlutfall verður lækkað um eitt prósent um áramótin en í gærkvöldi sagði forsætisráðherra að nánari útfærsla skattalækkana yrði kynnt með frumvarpi á næstunni. Stjórnarflokkunum hefur hins vegar gengið hægt að ná saman um niðurstöðu. Halldór sagði í ræðu sinni að með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu sróriðjuframkvæmda er miðað við að skattalækkanir komi að mestu til framkvæmda í lok kjörtímabilsins. Pétur Blöndal segir mest um vert fyrir skattgreiðendur að það komi til skattalækkunar eins og lofað var, þó það gerist ekki fyrr en seinni hluta kjörtímabilsins. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Landsmenn þurfa að bíða þar til í lok kjörtímabilsins eftir mestum hluta skattalækkana, að því er fram kom í stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Helstu boðberar skattalækkana úr hópi stjórnarliða virðast ætla að láta sér það lynda. Í kosnigabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar kepptust menn um að lofa skattalækkunum. Nú, þegar verið er að mæla fyrir fjárlögum á kjörtímabilinu, liggur ekki enn fyrir hvenær og hvernig loforðin verða efnd. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er boðað að tekjuskattsprósenta á einstaklinga verði lækkuð um allt að 4%, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Í langtímaáætlun í ríkisfjármálum er tilgreint að um 20 milljörðum króna verði varið til skattalækkana og allt að 3 milljörðum króna til tiltekinna verkefna, svo sem til hækkunar barnabóta. Þegar liggur fyrir að tekjuskattshlutfall verður lækkað um eitt prósent um áramótin en í gærkvöldi sagði forsætisráðherra að nánari útfærsla skattalækkana yrði kynnt með frumvarpi á næstunni. Stjórnarflokkunum hefur hins vegar gengið hægt að ná saman um niðurstöðu. Halldór sagði í ræðu sinni að með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu sróriðjuframkvæmda er miðað við að skattalækkanir komi að mestu til framkvæmda í lok kjörtímabilsins. Pétur Blöndal segir mest um vert fyrir skattgreiðendur að það komi til skattalækkunar eins og lofað var, þó það gerist ekki fyrr en seinni hluta kjörtímabilsins.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira