Erlent

Kosningaslagur í danska þinginu

Kosningaslagur var áberandi við fyrstu umræður eftir að danska þingið var sett. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Stjórnarandstaðan lagði fram tillögu um að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga, áður en ný sveitastjórnarlög yrðu samþykkt í þinginu nk. vor. Ríkisstjórnin, með stuðningi danska þjóðarflokksins, felldi tillöguna með 57 atkvæðum gegn 49. Ef stjórnarandstaðan telur málið svona mikilvægt hefur hún, samkvæmt stjórnarskránni, möguleika á að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um sveitastjórnarlögin, sagði Rasmussen. Umræðurnar við setningu þingsins snerust um sveitastjórnarlögin, umhverfismál, aukið atvinnuleysi, um það hvort velferð hafi aukist eða minnkað í tíð hægri stjórnarinnar, 24 ára regluna við fjölskyldusameiningu, Tyrkland og ESB, auk stríðsins í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×