Börn í neyð 11. október 2004 00:01 Gríðarlegt uppbyggingarstarf er framundan á Haítí eftir að fellibylurinn Jeanne lagði stór svæði í rúst. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til þjóða heims að koma íbúum Haítí til aðstoðar. Íslensk stjórnvöld hafa þegar brugðist við því og samþykkt að veita tveimur milljónum króna til neyðaraðstoðar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í löndum Karabíska hafsins. Francoise Gruloos-Ackermans, aðalfulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Haítí, sagði í samtali við Fréttablaðið að víða á Haítí væri ástandið mjög slæmt eftir eyðileggingu fellibyljarins. Sérstaklega hefði borgin Gonaives á norðvestur hluta Haítí orðið illa úti. "Allir íbúar í Gonaives eiga um sárt að binda vegna fellibyljarins," segir Gruloos-Ackermans. "Staðfest er að 1.800 manns hafi látist og 800 er saknað. Því miður hækka þessar tölur á hverjum degi. Fjögur þúsund hús eru gjörónýtt og nánast öll önnur hús eru töluvert eða mikið skemmd. Stór hluti borgarinnar er undir aur en þegar verst lét voru götur borgarinnar líkari síkjum en götum - það var allt á floti. Nú er hreinsunarstarf í gangi en það er alveg ljóst að það mun taka nokkra mánuði." Um 1.800 látnir Gruloos-Ackermans segir að í öllum þessum hremmingum hafi hún mestar áhyggjur af börnunum. Talið er að um 150 þúsund börn hafi orðið illa úti vegna fellibyljarins. Aðspurð hversu margir af hinum 1.800 sem hafa látist væru börn sagðist hún ekki vita það. "Fyrir mér er eitt látið barn einu barni of mikið," segir Gruloos-Ackermans. "Einn af hverjum tveimur íbúum Haítí er barn undir átján ára aldri. Hið daglega líf margra þeirra hefur nú raskast. Mörg barnanna hafa missta foreldra sína en ég held samt að flest þeirra séu í umsjá fullorðinna. Það breytir því ekki að matur er af mjög skornum skammti og hreinlæti er ábótavant og við slíkar aðstæður eykst hættan á sjúkdómsfaraldri. Við erum að reyna að hjálpa til að bæta ástandið með því að tryggja aðgang að hreinu vatni og dreifa hreinlætispökkum til barna. Ennig höfum við bólusett þúsundir barna og reynt að veita þeim sem eru heimilislaus og hafa misst foreldra sína sálræna aðstoð." Þörf á auknum stuðningi "Við höfum einnig áhyggjur af skólagöngu barnanna sem hefur legið niðri síðan fellibylurinn reið yfir 18. september. Margir skólar í Gonaives eru stórskemmdir eða ónýtir og af öryggisástæðum er ekki hægt að halda kennslu áfram. Til þess að bæta úr þessu stefnum við að því að endurbyggja um 50 skóla og dreifa skólagögnum til nokkur þúsund barna." Gruloos-Ackermans segir að til þess að gera þetta allt þurfi Barnahjálpin og aðrar hjálparstofnanir á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda. Hún segir að Barnahjálpin hafi fengið um 80 milljónir króna í aðstoð en þörf sé á meiru. "Við höfum fengið loforð um meira fé og ég er bjartsýn á að það rætist úr því. Ég er alltaf bjartsýn. Að berjast fyrir réttindum barna er svo mikilvægt og göfugt málefni að ég er viss um að fólk og þjóðir heims muni aðstoða okkur enn frekar." Ótryggt ástand í Port-au-Prince Undanfarna daga hafa fréttir borist af því að stuðningsmenn Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta landsins sem er í útlegð, hafi gengið berserksgang um fátækrahverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. "Það er alveg rétt að ástandið í Port-au-Prince hefur verið ótryggt síðustu daga," segir Gruloos-Ackermans. "Þessir hópar, sem ég kalla glæpamenn, hafa haft í hótunum við fólk og stofnað til átaka. Ég vona og er reyndar nokkuð viss um að þetta lagast. Að lögreglan og friðargæsluliðar nái að halda aftur af þessum hópum sem flestir eru einarðir stuðningsmenn Aristide. Almennt séð held ég að ástandið hérna sé kannski ekki alveg jafnslæmt og fólk annars staðar í heiminum les um í dagblöðum. Þetta er allt á réttri leið." Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Gríðarlegt uppbyggingarstarf er framundan á Haítí eftir að fellibylurinn Jeanne lagði stór svæði í rúst. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til þjóða heims að koma íbúum Haítí til aðstoðar. Íslensk stjórnvöld hafa þegar brugðist við því og samþykkt að veita tveimur milljónum króna til neyðaraðstoðar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í löndum Karabíska hafsins. Francoise Gruloos-Ackermans, aðalfulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Haítí, sagði í samtali við Fréttablaðið að víða á Haítí væri ástandið mjög slæmt eftir eyðileggingu fellibyljarins. Sérstaklega hefði borgin Gonaives á norðvestur hluta Haítí orðið illa úti. "Allir íbúar í Gonaives eiga um sárt að binda vegna fellibyljarins," segir Gruloos-Ackermans. "Staðfest er að 1.800 manns hafi látist og 800 er saknað. Því miður hækka þessar tölur á hverjum degi. Fjögur þúsund hús eru gjörónýtt og nánast öll önnur hús eru töluvert eða mikið skemmd. Stór hluti borgarinnar er undir aur en þegar verst lét voru götur borgarinnar líkari síkjum en götum - það var allt á floti. Nú er hreinsunarstarf í gangi en það er alveg ljóst að það mun taka nokkra mánuði." Um 1.800 látnir Gruloos-Ackermans segir að í öllum þessum hremmingum hafi hún mestar áhyggjur af börnunum. Talið er að um 150 þúsund börn hafi orðið illa úti vegna fellibyljarins. Aðspurð hversu margir af hinum 1.800 sem hafa látist væru börn sagðist hún ekki vita það. "Fyrir mér er eitt látið barn einu barni of mikið," segir Gruloos-Ackermans. "Einn af hverjum tveimur íbúum Haítí er barn undir átján ára aldri. Hið daglega líf margra þeirra hefur nú raskast. Mörg barnanna hafa missta foreldra sína en ég held samt að flest þeirra séu í umsjá fullorðinna. Það breytir því ekki að matur er af mjög skornum skammti og hreinlæti er ábótavant og við slíkar aðstæður eykst hættan á sjúkdómsfaraldri. Við erum að reyna að hjálpa til að bæta ástandið með því að tryggja aðgang að hreinu vatni og dreifa hreinlætispökkum til barna. Ennig höfum við bólusett þúsundir barna og reynt að veita þeim sem eru heimilislaus og hafa misst foreldra sína sálræna aðstoð." Þörf á auknum stuðningi "Við höfum einnig áhyggjur af skólagöngu barnanna sem hefur legið niðri síðan fellibylurinn reið yfir 18. september. Margir skólar í Gonaives eru stórskemmdir eða ónýtir og af öryggisástæðum er ekki hægt að halda kennslu áfram. Til þess að bæta úr þessu stefnum við að því að endurbyggja um 50 skóla og dreifa skólagögnum til nokkur þúsund barna." Gruloos-Ackermans segir að til þess að gera þetta allt þurfi Barnahjálpin og aðrar hjálparstofnanir á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda. Hún segir að Barnahjálpin hafi fengið um 80 milljónir króna í aðstoð en þörf sé á meiru. "Við höfum fengið loforð um meira fé og ég er bjartsýn á að það rætist úr því. Ég er alltaf bjartsýn. Að berjast fyrir réttindum barna er svo mikilvægt og göfugt málefni að ég er viss um að fólk og þjóðir heims muni aðstoða okkur enn frekar." Ótryggt ástand í Port-au-Prince Undanfarna daga hafa fréttir borist af því að stuðningsmenn Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseta landsins sem er í útlegð, hafi gengið berserksgang um fátækrahverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. "Það er alveg rétt að ástandið í Port-au-Prince hefur verið ótryggt síðustu daga," segir Gruloos-Ackermans. "Þessir hópar, sem ég kalla glæpamenn, hafa haft í hótunum við fólk og stofnað til átaka. Ég vona og er reyndar nokkuð viss um að þetta lagast. Að lögreglan og friðargæsluliðar nái að halda aftur af þessum hópum sem flestir eru einarðir stuðningsmenn Aristide. Almennt séð held ég að ástandið hérna sé kannski ekki alveg jafnslæmt og fólk annars staðar í heiminum les um í dagblöðum. Þetta er allt á réttri leið."
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira