Álitshnekkir fyrir Hæstarétt 13. október 2004 00:01 Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira