Vill eitthvað fljótlegt í kvöldmat 14. október 2004 00:01 Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma. "Ég er með tvær hálffullorðnar stelpur heima sem eru í menntaskóla og háskóla og þær eru auðvitað ekki í bráðri lífshættu þótt mamma komi ekki heim og eldi. Þær vilja samt gjarnan að eitthvað sé til svo ég er dugleg að fylgjast með tilboðum á frosnum og tilbúnum réttum sem eru margir hverjir alveg prýðilegir og úrvalið hefur aukist gríðarlega. Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, en svo kaupi ég líka oft tilbúna kjúklingabita." Guðrún Ebba hefur þó ekki alveg snúið baki við matseldinni því um helgar finnst henni skemmtilegt að hafa meira við. "Það eru reyndar langmest kjúklingabringur, sem eru bæði fljótlegar og hollar. Ég læt bringurnar liggja í olíu, ediki, hunangi, sinnepi og sojasósu, og þetta þarf ekki að liggja nema í korter, hálftíma áður en það er steikt. Svo fer þetta á rifflaða pönnu sem ég keypti ódýrt í IKEA. Með þessu kaupi ég oftast salat í pokum og bæti svo einhverju í það eins og til dæmis berjum," segir Guðrún Ebba hlæjandi. "Ef við erum ekki með kjúklingabringur er Nóatúnskryddað lambakjöt alveg eðal." Hún segist í ljósi breyttra tíma vera hætt að skammast sín fyrir að vera ekki ofurkona í eldhúsinu. "Ég reyni að sameina þetta tvennt, fljótlegt og ódýrt. Börn og fullorðnir fá líka flestir mat í hádeginu í skólum og vinnustöðum þannig að kvöldmaturinn er ekki orðinn eins mikilvægur og hann var." Matur Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma. "Ég er með tvær hálffullorðnar stelpur heima sem eru í menntaskóla og háskóla og þær eru auðvitað ekki í bráðri lífshættu þótt mamma komi ekki heim og eldi. Þær vilja samt gjarnan að eitthvað sé til svo ég er dugleg að fylgjast með tilboðum á frosnum og tilbúnum réttum sem eru margir hverjir alveg prýðilegir og úrvalið hefur aukist gríðarlega. Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, en svo kaupi ég líka oft tilbúna kjúklingabita." Guðrún Ebba hefur þó ekki alveg snúið baki við matseldinni því um helgar finnst henni skemmtilegt að hafa meira við. "Það eru reyndar langmest kjúklingabringur, sem eru bæði fljótlegar og hollar. Ég læt bringurnar liggja í olíu, ediki, hunangi, sinnepi og sojasósu, og þetta þarf ekki að liggja nema í korter, hálftíma áður en það er steikt. Svo fer þetta á rifflaða pönnu sem ég keypti ódýrt í IKEA. Með þessu kaupi ég oftast salat í pokum og bæti svo einhverju í það eins og til dæmis berjum," segir Guðrún Ebba hlæjandi. "Ef við erum ekki með kjúklingabringur er Nóatúnskryddað lambakjöt alveg eðal." Hún segist í ljósi breyttra tíma vera hætt að skammast sín fyrir að vera ekki ofurkona í eldhúsinu. "Ég reyni að sameina þetta tvennt, fljótlegt og ódýrt. Börn og fullorðnir fá líka flestir mat í hádeginu í skólum og vinnustöðum þannig að kvöldmaturinn er ekki orðinn eins mikilvægur og hann var."
Matur Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira