Heitar súpur 21. október 2004 00:01 Gúllassúpa Margrétar Pálu°: 200-500 g nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt eða folaldakjöt -- eftir smekk 2-3 lítrar af grænmetissafa (t.d. Granini) –- eftir magnóskum 2-3 dósir af niðursoðnum tómötum –- skornir tómatar eru ljómandi 2-4 kartöflur, nokkrar gulrætur, vænn laukur og 1-2 paprikur Ferskt eða þurrkað chili –- magn eftir bragðlaukakjarki Mikið af paprikudufti (hvítlaukur, piparmix, tómatsósa) Kjötið skorið í bita og léttbrúnað í talsvert miklu paprikudufti og smá chili. Grænmetissafa og tómötum er síðan hellt yfir og smá vatn þarf til að skola og hella öllum krafti úr flöskum og dósum í pottinn. Soðið meðan kartöflur, gulrætur, laukur og paprika er brytjað í smekklega bita og bætt í pottinn, paprikunni þó nokkru síðar en harða grænmetinu. Soðið vel og lengi og bragðbætt með meira paprikudufti og chilli –- ef þannig liggur á fólki má nota ferskan hvítlauk, piparmix og/eða tómatsósuskvettu til að föndra við bragðið. Súpuna má bera fram með þeyttum eða sýrðum rjóma eða þá hreinni jógúrt –- og vitaskuld hvaða brauði sem er. Kjúklingasúpa Lilju: 4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í bita 2 stórar kartöflur (bökunarstærð) skornar í litla teninga 1 laukur smátt saxaður 1/2 dl smátt saxað ferskt engifer gulrótin sem er einmana í grænmetisskúffunni eða eitthvert annað grænmeti sem er til 2 teningar af kjúklingakrafti 1 lítri vatn 1 msk. milt karrý 1 msk. góð sojasósa 1 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. sæt taílensk chili-sósa (má líka nota ferskt chili eða chili-duft) 1 msk. sólblómaolía eða olíuúði Kjúklingabitarnir eru steiktir í pottbotninum í olíunni og þegar þeir hafa lokast er karrýinu bætt út í og þeim velt vel upp úr því. Helmingnum af engiferinu og helmingnum af lauknum er bætt út í þetta þar til það ilmar vel. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í sjóðandi vatninu og þessu bætt út í ásamt kartöflum, grænmeti og afgangnum af engifer og lauk. Sósunum er slett út í þetta, lok sett á pottinn og látið sjóða í um hálftíma. Borið fram með góðu brauði eða haft vel af hrísgrjónanúðlum úti í. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra. Matur Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gúllassúpa Margrétar Pálu°: 200-500 g nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt eða folaldakjöt -- eftir smekk 2-3 lítrar af grænmetissafa (t.d. Granini) –- eftir magnóskum 2-3 dósir af niðursoðnum tómötum –- skornir tómatar eru ljómandi 2-4 kartöflur, nokkrar gulrætur, vænn laukur og 1-2 paprikur Ferskt eða þurrkað chili –- magn eftir bragðlaukakjarki Mikið af paprikudufti (hvítlaukur, piparmix, tómatsósa) Kjötið skorið í bita og léttbrúnað í talsvert miklu paprikudufti og smá chili. Grænmetissafa og tómötum er síðan hellt yfir og smá vatn þarf til að skola og hella öllum krafti úr flöskum og dósum í pottinn. Soðið meðan kartöflur, gulrætur, laukur og paprika er brytjað í smekklega bita og bætt í pottinn, paprikunni þó nokkru síðar en harða grænmetinu. Soðið vel og lengi og bragðbætt með meira paprikudufti og chilli –- ef þannig liggur á fólki má nota ferskan hvítlauk, piparmix og/eða tómatsósuskvettu til að föndra við bragðið. Súpuna má bera fram með þeyttum eða sýrðum rjóma eða þá hreinni jógúrt –- og vitaskuld hvaða brauði sem er. Kjúklingasúpa Lilju: 4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í bita 2 stórar kartöflur (bökunarstærð) skornar í litla teninga 1 laukur smátt saxaður 1/2 dl smátt saxað ferskt engifer gulrótin sem er einmana í grænmetisskúffunni eða eitthvert annað grænmeti sem er til 2 teningar af kjúklingakrafti 1 lítri vatn 1 msk. milt karrý 1 msk. góð sojasósa 1 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. sæt taílensk chili-sósa (má líka nota ferskt chili eða chili-duft) 1 msk. sólblómaolía eða olíuúði Kjúklingabitarnir eru steiktir í pottbotninum í olíunni og þegar þeir hafa lokast er karrýinu bætt út í og þeim velt vel upp úr því. Helmingnum af engiferinu og helmingnum af lauknum er bætt út í þetta þar til það ilmar vel. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í sjóðandi vatninu og þessu bætt út í ásamt kartöflum, grænmeti og afgangnum af engifer og lauk. Sósunum er slett út í þetta, lok sett á pottinn og látið sjóða í um hálftíma. Borið fram með góðu brauði eða haft vel af hrísgrjónanúðlum úti í. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra.
Matur Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira