Um 5 þúsund fyrirmæli frá Brussel 21. október 2004 00:01 4.600 lagagerðir Evrópusambandsins höfðu tekið gildi á Íslandi um síðustu áramót frá því samningurinn um evrópska efnahagssvæðið, EES, tók gildi. Tíu ára afmælis samningsins er minnst um þessar mundir. Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum segir að enginn Íslendingur hafi komið að þessari lagasetningu: "Það er ekkert lýðræðislegt aðhald að þessari lagasetningu hvorki frá íslenskum stjórnmálamönnum né kjósendum. Ég tel að EES samningurinn sé einn ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur. Ég þekki engin önnur ríki í heiminum sem fá lög í pósti frá Brussel." Hugmyndin um EES samninginn fæddist fyrir hrun Sovétríkjanna 1991og gerði ráð fyrir að ESB og EFTA væru tvær jafngildar stoðir. Síðan breyttist heimsmyndin og fjöldi EFTA ríkja sagði skilið við félagsskapinn og gekk í ESB. "EFTA ríkin hafa í raun ekki haft neitt um lagasetningu ESB að segja" segir Eiríkur Bergmann. Hann telur að ekki hafi verið hægt að sjá þessa þróun fyrir í upphafi en í raun hafi hún grafið undan gildi samningsins. "Í raun er meira valdaafsal falið í EES en í aðild að Evrópusambandinu." Upphaflega tóku Íslendingar 1.500 lagagerðir upp í sín lög þegar Ísland varð hluti af svokölluðum "innri markaði" ESB með stofnun EES. Alls höfðu 4.600 lagagerðir og er þá átt við tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins ratað inn í íslensk lög í árslok 2003. Sumar lagagerðanna eru tímabundnar og hafa fallið úr gildi en reiknað er með að nærri 4.000 séu enn í gildi. Þessar tölur er að finna í fyrirlestri sem Eiríkur Bergmann heldur í dag á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum í Háskóla Íslands. Þar fjallar hann um reynslu Íslands af EES. Lögum ættuðum frá Brussel fjölgar svo dag frá degi í íslenskri löggjöf og síðast í gær voru á dagskrá Alþingis tvö "EES" frumvörp sem viðskiptaráðherra mælti fyrir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
4.600 lagagerðir Evrópusambandsins höfðu tekið gildi á Íslandi um síðustu áramót frá því samningurinn um evrópska efnahagssvæðið, EES, tók gildi. Tíu ára afmælis samningsins er minnst um þessar mundir. Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum segir að enginn Íslendingur hafi komið að þessari lagasetningu: "Það er ekkert lýðræðislegt aðhald að þessari lagasetningu hvorki frá íslenskum stjórnmálamönnum né kjósendum. Ég tel að EES samningurinn sé einn ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur. Ég þekki engin önnur ríki í heiminum sem fá lög í pósti frá Brussel." Hugmyndin um EES samninginn fæddist fyrir hrun Sovétríkjanna 1991og gerði ráð fyrir að ESB og EFTA væru tvær jafngildar stoðir. Síðan breyttist heimsmyndin og fjöldi EFTA ríkja sagði skilið við félagsskapinn og gekk í ESB. "EFTA ríkin hafa í raun ekki haft neitt um lagasetningu ESB að segja" segir Eiríkur Bergmann. Hann telur að ekki hafi verið hægt að sjá þessa þróun fyrir í upphafi en í raun hafi hún grafið undan gildi samningsins. "Í raun er meira valdaafsal falið í EES en í aðild að Evrópusambandinu." Upphaflega tóku Íslendingar 1.500 lagagerðir upp í sín lög þegar Ísland varð hluti af svokölluðum "innri markaði" ESB með stofnun EES. Alls höfðu 4.600 lagagerðir og er þá átt við tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins ratað inn í íslensk lög í árslok 2003. Sumar lagagerðanna eru tímabundnar og hafa fallið úr gildi en reiknað er með að nærri 4.000 séu enn í gildi. Þessar tölur er að finna í fyrirlestri sem Eiríkur Bergmann heldur í dag á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum í Háskóla Íslands. Þar fjallar hann um reynslu Íslands af EES. Lögum ættuðum frá Brussel fjölgar svo dag frá degi í íslenskri löggjöf og síðast í gær voru á dagskrá Alþingis tvö "EES" frumvörp sem viðskiptaráðherra mælti fyrir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira