Innlent

Fréttamenn til hliðar

Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, hefur ákveðið að stjórnarmenn í Félagi fréttamanna skuli ekki fjalla um kennaradeiluna í fréttum. Þessi ákvörðun er tekin eftir að stjórn Félags fréttamanna ákvað að veita verkfallssjóði Kennarasambands Íslands 220 þúsund króna styrk. Á sama tíma hefur Sigríður Árnadóttir, fréttastjóri Stöðvar 2, ákveðið að Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélags Íslands, skuli ekki hafa umsjón með Annáli ársins í ár eins og undanfarin 3 ár vegna hagsmunaárekstra . Ástæðan er sú að Róbert Marshall tók virkan þátt í umræðum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Róbert hefur hvatt til þess að stjórn Blaðamannafélagsins samþykki stuðningsyfirlýsingu við sjómannasamtökin í Sólbaksdeilunni. Hann segir að ekki hafi verið samstaða um málið og því hefði það verið látið niður falla. Hann segir að Blaðamannafélagið sé fyrst og fremst stéttarfélag og í annan stað fagfélag en stéttarfélagslegi hlutinn snerti ekki blaðamennskuhlutann. "Ef skoðun forystu Blaðamannafélagsins á Sólbaksdeilunni gerði blaðamenn vanhæfa til að fjalla um málið; hvað mætti þá segja um fjölmiðlamálið frá því í sumar? Voru þá allir vanhæfir í því? Ég segi nei."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×