Mamma er náttúrugeðsjúklingur 25. október 2004 00:01 "Ég hugsa bara um kvikmyndagerð og held mér þannig í formi. Maður verður að halda sér við til að standa sig betur í kvikmyndagerðinni. Ég hreyfi mig alltaf eitthvað og reyni að skokka. Maður verður hreinlega sjúklingur ef maður situr mikið," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðamaður aðspurður um hvernig hann haldi sér í formi. "Ég geri mér grein fyrir að ég verð að hreyfa á mér rassgatið og reyni helst að gera það á hverjum degi. Þó viðurkenni ég fúslega að þetta er það leiðinlegasta sem ég geri. Það er voðalega gaman samt að komast í fótbolta sem ég geri oft en ekki nógu mikið," segir Ólafur en sökum anna í vinnunni nær hann ekki oft að fá sér staðgóða máltíð. "Þegar ég gef mér tíma í almennilegan mat þá fer ég stundum á Asíu að borða. Þegar maður festist í þessu stressi dagsins þá hugsar maður ekkert um sjálfan sig. Ég hef samt þurft að breyta um mataræði en það kallast að eldast. Þá þarf maður sjálfkrafa að breyta því sem maður borðar. Annars er móðir mín algjör náttúrugeðsjúklingur. Hún lætur mig éta alls kyns hreinsidót fyrir æðarnar og bla, bla, bla." "Á endanum þegar maður tekur saman það mikilvægasta í lífinu þá er það ekki að gifta sig eða vinna eitthvað. Það eru hversdagslegu stundirnar sem skipta mestu máli þegar maður hugsar um sjálfan sig," segir Ólafur en hann hefur nýverið lokið gerð á heimilidarmynd um Bubba sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Heilsa Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég hugsa bara um kvikmyndagerð og held mér þannig í formi. Maður verður að halda sér við til að standa sig betur í kvikmyndagerðinni. Ég hreyfi mig alltaf eitthvað og reyni að skokka. Maður verður hreinlega sjúklingur ef maður situr mikið," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðamaður aðspurður um hvernig hann haldi sér í formi. "Ég geri mér grein fyrir að ég verð að hreyfa á mér rassgatið og reyni helst að gera það á hverjum degi. Þó viðurkenni ég fúslega að þetta er það leiðinlegasta sem ég geri. Það er voðalega gaman samt að komast í fótbolta sem ég geri oft en ekki nógu mikið," segir Ólafur en sökum anna í vinnunni nær hann ekki oft að fá sér staðgóða máltíð. "Þegar ég gef mér tíma í almennilegan mat þá fer ég stundum á Asíu að borða. Þegar maður festist í þessu stressi dagsins þá hugsar maður ekkert um sjálfan sig. Ég hef samt þurft að breyta um mataræði en það kallast að eldast. Þá þarf maður sjálfkrafa að breyta því sem maður borðar. Annars er móðir mín algjör náttúrugeðsjúklingur. Hún lætur mig éta alls kyns hreinsidót fyrir æðarnar og bla, bla, bla." "Á endanum þegar maður tekur saman það mikilvægasta í lífinu þá er það ekki að gifta sig eða vinna eitthvað. Það eru hversdagslegu stundirnar sem skipta mestu máli þegar maður hugsar um sjálfan sig," segir Ólafur en hann hefur nýverið lokið gerð á heimilidarmynd um Bubba sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir.
Heilsa Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira