Góð rödd gerir gæfumuninn 25. október 2004 00:01 Röddin er eitt mikilvægasta tæki hvers stjórnmálamanns en miklu máli skiptir hvernig henni er beitt. Djúpar, yfirvegaðar raddir eru meira sannfærandi en háar og spenntar. Nýleg rannsókn sýnir að raddir íslenskra stjórnmálaleiðtoga höfða mismikið til fólks. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna er sagður mest sannfærandi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sístur í þessum efnum. Rannsóknina gerðu þær Ásdís Emilsdóttir Peterson og Svafa Grönfeldt en greint er frá rannsókninni í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum V sem kom út í síðustu viku. Markmið hennar var að kanna hvort og með hvaða hætti raddir leiðtoga hefðu áhrif á upplifun áheyrenda af sannfæringarkrafti þeirra. Sautján af 28 þátttakendum rannsóknarinnar voru af erlendum uppruna og höfðu komið til landsins nokkrum dögum áður en hún var gerð, vorið 2003. Þeir skildu því ekki innihald þess sem þeir heyrðu í raddupptökum sem leiknar voru fyrir þá né þekktu þeir til forystumanna stjórnmálaflokkanna fimm sem töluðu á upptökunum. Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu að raddir þeirra Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, væru áheyrilegastar. Óáheyrilegasta röddin að mati þátttakenda var rödd Guðjóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu ennfremur þá Halldór og Steingrím vera skýrmæltasta og Guðjón jafnframt óskýrmæltastan. Það vekur athygli að munur var á mati erlendu og íslensku þátttakendanna á rödd Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur útlendinganna taldi þá rödd vera óskýra en svör Íslendinganna voru mun dreifðari. Þegar spurt var um raddeinkenni taldi meirihluti þátttakenda í könnuninni Davíð vera með ráma rödd og Guðjón Arnar og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, tala spenntum rómi. Raddirnar fimm voru jafnframt mældar með aðferðum talmeinafræðinnar. Aðeins Halldór og Steingrímur voru sagðir tala á eðlilegum hraða, hinir þrír töluðu of hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða stjórn á öndun miðað við fjölda orða á útöndun á mínútu, Össur þó sísta. Þegar áreynsla eða spenna raddanna voru mældar voru leiðtogarnir yfirleitt innan eðlilegra marka en rödd Guðjóns Arnars var þó sögð einkennast af spennu og hæsi. Þær raddir sem taldar voru áheyrilegastar, skýrastar og einkenndust af minnstri spennu og hæsi voru jafnframt þær sömu og þátttakendur töldu vera mest sannfærandi. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi skildi innihald þess sem sagt var í hljóðupptökunum. Raddir Halldórs og Steingríms voru taldar mest sannfærandi, síðan raddir Össurar og Davíðs en rödd Guðjóns þótti minnst sannfærandi. Hver er skýringin á sannfæringarkrafti þeirra Steingríms og Halldórs? Höfundar rannsóknarinnar benda á að þótt þeir séu oft á öndverðum meiði eigi þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með nokkuð djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan raddstyrk. Þeir tala ekki of hratt og varla er að finna nokkra spennu í rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í samræmi við skoðanir þátttakendanna um trúverðugar raddir. Djúpar raddir eru taldar áheyrilegar, trúverðugar, fela í sér vald og vera sannfærandi. Nýleg könnun Fréttablaðsins um trúverðugleika stjórnmálamanna rímar ágætlega við niðurstöður rannsóknar þeirra Ásdísar og Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar mest fylgi enda formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Hins vegar nutu þeir Halldór og Steingrímur mun meira trausts en fylgi flokka þeirra segir til um. Guðjón Arnar fékk slaka útkomu í könnuninni og í ljósi sterkrar stöðu Samfylkingarinnar virtust fáir treysta Össuri Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd hafi afgerandi áhrif í þessum efnum er erfitt að meta en engu að síður sýnir þessi rannsókn að röddin skipti máli í árangri leiðtoga. Alþingi Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira
Röddin er eitt mikilvægasta tæki hvers stjórnmálamanns en miklu máli skiptir hvernig henni er beitt. Djúpar, yfirvegaðar raddir eru meira sannfærandi en háar og spenntar. Nýleg rannsókn sýnir að raddir íslenskra stjórnmálaleiðtoga höfða mismikið til fólks. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna er sagður mest sannfærandi en Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er sístur í þessum efnum. Rannsóknina gerðu þær Ásdís Emilsdóttir Peterson og Svafa Grönfeldt en greint er frá rannsókninni í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum V sem kom út í síðustu viku. Markmið hennar var að kanna hvort og með hvaða hætti raddir leiðtoga hefðu áhrif á upplifun áheyrenda af sannfæringarkrafti þeirra. Sautján af 28 þátttakendum rannsóknarinnar voru af erlendum uppruna og höfðu komið til landsins nokkrum dögum áður en hún var gerð, vorið 2003. Þeir skildu því ekki innihald þess sem þeir heyrðu í raddupptökum sem leiknar voru fyrir þá né þekktu þeir til forystumanna stjórnmálaflokkanna fimm sem töluðu á upptökunum. Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu að raddir þeirra Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-grænna, væru áheyrilegastar. Óáheyrilegasta röddin að mati þátttakenda var rödd Guðjóns A. Kristjánssonar. Þeir töldu ennfremur þá Halldór og Steingrím vera skýrmæltasta og Guðjón jafnframt óskýrmæltastan. Það vekur athygli að munur var á mati erlendu og íslensku þátttakendanna á rödd Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur útlendinganna taldi þá rödd vera óskýra en svör Íslendinganna voru mun dreifðari. Þegar spurt var um raddeinkenni taldi meirihluti þátttakenda í könnuninni Davíð vera með ráma rödd og Guðjón Arnar og Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, tala spenntum rómi. Raddirnar fimm voru jafnframt mældar með aðferðum talmeinafræðinnar. Aðeins Halldór og Steingrímur voru sagðir tala á eðlilegum hraða, hinir þrír töluðu of hratt. Nær allir höfðu nokkuð góða stjórn á öndun miðað við fjölda orða á útöndun á mínútu, Össur þó sísta. Þegar áreynsla eða spenna raddanna voru mældar voru leiðtogarnir yfirleitt innan eðlilegra marka en rödd Guðjóns Arnars var þó sögð einkennast af spennu og hæsi. Þær raddir sem taldar voru áheyrilegastar, skýrastar og einkenndust af minnstri spennu og hæsi voru jafnframt þær sömu og þátttakendur töldu vera mest sannfærandi. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi skildi innihald þess sem sagt var í hljóðupptökunum. Raddir Halldórs og Steingríms voru taldar mest sannfærandi, síðan raddir Össurar og Davíðs en rödd Guðjóns þótti minnst sannfærandi. Hver er skýringin á sannfæringarkrafti þeirra Steingríms og Halldórs? Höfundar rannsóknarinnar benda á að þótt þeir séu oft á öndverðum meiði eigi þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru sagðir með nokkuð djúpar raddir. Báðir eru taldir mjög áheyrilegir, skýrmæltir og með eðlilegan raddstyrk. Þeir tala ekki of hratt og varla er að finna nokkra spennu í rödd Halldórs. Þessi einkenni eru í samræmi við skoðanir þátttakendanna um trúverðugar raddir. Djúpar raddir eru taldar áheyrilegar, trúverðugar, fela í sér vald og vera sannfærandi. Nýleg könnun Fréttablaðsins um trúverðugleika stjórnmálamanna rímar ágætlega við niðurstöður rannsóknar þeirra Ásdísar og Svöfu. Davíð Oddsson fékk þar mest fylgi enda formaður stærsta stjórnmálaflokksins. Hins vegar nutu þeir Halldór og Steingrímur mun meira trausts en fylgi flokka þeirra segir til um. Guðjón Arnar fékk slaka útkomu í könnuninni og í ljósi sterkrar stöðu Samfylkingarinnar virtust fáir treysta Össuri Skarphéðinssyni. Hvort góð rödd hafi afgerandi áhrif í þessum efnum er erfitt að meta en engu að síður sýnir þessi rannsókn að röddin skipti máli í árangri leiðtoga.
Alþingi Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira