Menning

Keypti eigin plötu

Arnviður Snorrason, sem er betur þekktur sem raftónlistarmaðurinn Exos þurfti einu sinni að gera kaup sem voru í senn einstaklega góð og afar slæm."Ég var að gefa út plötu hjá þýsku plötufyrirtæki. Platan hét Strength og var svona djúp tekknóplata. Þeir sáu um allan kostnað og þess háttar og ég samdi bara tónlistina. Þegar platan kom út í Þýskalandi fékk ég send nokkur eintök til að gefa vinum og vandamönnum. Ég var mjög spenntur að fá plötuna í hendur, bæði til að sjá hvernig hún leit út og líka bara að koma við hana eins og vill verða þegar maður fær útgefið efni eftir sig. Ég mætti gallvaskur í tollinn til að ná í plötuna en var sagt að ég yrði að borga toll af þessum tíu eintökum sem ég fékk send. Ég var ekki með peninga á mér og sagði þeim að þetta væri mín eigin plata og ég ætlaði að gefa öll tíu eintökin. Ég eyddi löngum tíma í að útskýra þetta fyrir tollvörðunum en það þýddi ekki neitt. Á endanum varð ég að kaupa mína eigin plötu af tollayfirvöldum, það skásta sem þeir gátu gert fyrir mig var að gefa mér fimmtíu prósenta afslátt. Þetta eru sennilega bæði bestu og verstu kaup sem ég hef gert því platan var auðvitað mjög góð en blóðugt að þurfa að kaupa sína eigin plötu dýru verði."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.