Menning

Skerum út grasker um helgina

Útskurður á graskerjum: Graskerið þarf helst að vera frekar stórt. Fræin eru hreinsuð úr. Sniðugast er að teikna mynd á pappír og pota með títuprjóni í gegnum myndina á graskerið. Þá er skorið eftir myndinni með beittum hníf. Grasker geta verið þykk og erfitt að skera í þau svo ekki er sniðugt að ung börn geri þetta nema undir leiðsögn foreldra sinna. Graskerslugtir eru nauðsynlegar til að gera hrekkjavökupartíið hæfilega "spúkí". Hefðbundinn útskurður eru augu, þríhyrnt nef og brosandi munnur, en ef fólk notar hugmyndaflugið geta útfærslurnar verið endalausar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.