Margrét Lára í Val 29. október 2004 00:01 Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Sjá meira
Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Sjá meira