Innlent

Óvissan um námið erfið

Í verkfalli kennara styrktist samböndin við vinina, segja Ingunn Freyja Guðmundsdóttir, Jónína Sif Eyþórsdóttir og Helgi Kristvin Sigurbjarnason. Þau stunda nám í 10. bekk í Hjallaskóla í Kópavogi. Jónína segir upplifunina af fyrsta skóladeginum eftir verkfall hafa verið sérstaka. Bekkurinn hafi ekki verið eins og hann ætti af sér að vera. Þau hafi vanist að sofa fram yfir hádegi. Þau hafa áhyggjur af samræmdu prófunum en sætta sig þó við lengra verkfall. Óvissan um hve lengi verkfallið vari sé samt slæm. Verði af lengra verkfalli voni þau að viðmiðin í framhaldsnám verði lækkuð og þau fái tækifæri til að ná upp námsmissinum í framhaldsskóla: "Við báðum ekki um þetta verkfall. Það bitnar mikið á okkur sem erum að læra fyrir samræmdu prófin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×