Innlent

Gosvá á höfuð­borgar­svæðinu, dauða­stríð og áhorfendabann

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Við sjáum myndband frá því að hvalurinn var veiddur og ræðum við lögmann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti.

Klippa: Kvöldfréttir 8. apríl 2025

Þá heyrum við í fjármálaráðherra um efnahagslega óvissu vegna Trump-tollanna, kynnum okkur fyrirhugaða og umdeilda þéttingu byggðar í Breiðholti og kíkjum á íslenskan flugrekstur í Lúxemborg.

Auk þess verðum við í beinni frá barnamenningarhátíð, heyrum í landsliðsþjálfara um áhorfendabann á leik gegn Ísrael og í Íslandi í dag hittum við fólk sem skipuleggur geymslur fyrir aðra.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×