Truflar flug í Noregi og Svíþjóð 3. nóvember 2004 00:01 Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Þá er allri flugumferð yfir Norður- Atlantshafið um íslenska flugstjórnarsvæðið beint suður fyrir landið, enda eru þotuhreyflar afar viðkvæmir fyrir eldfjallaösku. Askan truflar líka innanlandsflug hér á landi en Flugfélag Íslands hefur þó getað flogið til Hafnar og Egilsstaða með því að fara suður fyrir gosið. Tvær Akureyrarvélar urðu hins vegar að lenda á Sauðárkróki nú rétt fyrir hádegi og verður farþegunum ekið á milli staða. Þetta er vegna ösku í lofti en víða hefur öskufalls orðið vart á jörðu á norðaustanverðu landinu, hvergi þó í miklum mæli eftir því sem fréttastofan kemst næst. Á Veðurstofunni fylgist Hjörleifur Sveinbjörnsson grannt með framvindu mála í Grímsvötnum. Hann segir að dregið hafi úr gosinu en það sé þó í fullum gangi. Það getur haldið áfram svona næstu daga að hans sögn. Askan sem kemur úr gosinu fer enn í norðausturátt. Gosmökkurinn náði upp í 12-14 kílómetra hæð í gærkvöldi og var því kröftugra en nú í morgun. Hlaupið í Skeiðará náði hámarki seint í gærkvöldi. Niðurstöður mælinga sem lágu fyrir þá sýndu að rennslið var um 2600 rúmmetrar á sekúndu, eða um 300 rúmmetrum minna en um miðjan dag í gær. Efnagreining á vatninu sýnir að vatn frá gosstöðinni var komið fam tólf klukkustundum eftir gosið.Vatnamælingamenn telja að hlaupið muni nú fjara hægt og rólega út en niðurstöður mælinga morgunsins liggja ekki fyrir. Greinilegt er þó að sjatnað hefur mjög mikið í ánni í nótt. Þjóðveginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis í gær en búið er að opna hann aftur. Almannavaranadeild Ríkislögreglustjóra varar við ferðum á jökulinn þar sem hann er mikið sprunginn og stórhættulegur yfirferðar.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira