Innlent

Krafturinn úr gosinu

"Það gýs nú ennþá," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli. "Krafturinn hefur farið minnkandi, en gosið er ekki búið og svona gos geta rifið sig upp aftur. Það má nú samt fullyrða að aðalkrafturinn er farinn úr gosinu, en yfirleitt er hann alltaf fyrst," sagði hann og bjóst allt eins við einhverri gosvirkni í Grímsvötnum í nokkra daga til viðbótar. Bergþór Bergþórsson, varðstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli, hafði þó eftir flugvélum sem flogið höfðu yfir gosið að svo virtist sem allur vindur væri úr því. "Gosið hefur engin áhrif á flugumferð lengur," bætti hann við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×