BHM gagnrýnir upptöku skólagjalda 5. nóvember 2004 00:01 Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi" Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, telur að skólagjöld í ríkisreknum háskólum gangi þvert gegn þeirri stefnu að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag. Bandalagið telur einu lausnina á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna þá að stórauka framlög til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem BHM sendi frá sér í dag. Bandalagið telur að setja þurfu lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að hún sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu meðan enn skorti skýra stefnumörkun varðandi nám á háskólastigi. BHM hefur sent ríkisstjórn Íslands svohljóðandi ábendingar: Í tilefni frétta af væntanlegri sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bendir Bandalag háskólamanna menntamálaráðherra og ríkisstjórn á eftirfarandi: Á Íslandi hefur verið lögð á það áhersla að háskólanám skuli vera öllum aðgengilegt, óháð efnahag, eins og lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna kveða á um. Hugmyndir um skólagjöld í ríkisreknum háskólum sem reifaðar hafa verið á opinberum vettvangi ganga að mati Bandalags háskólamanna gegn þessari stefnu. Með töku skólagjalda í einkareknum og hálf-ríkisreknum háskólum, sem jafnframt fá nákvæmlega sama framlag á hvern nemanda frá ríkinu og þeir ríkisreknu, eru þeir síðasttöldu settir í samkeppnislegan vanda. Á því bera stjórnvöld ábyrgð. Ríkisreknir háskólar, og þá sérstaklega Háskóli Íslands, hafa ákveðnar skyldur gagnvart samfélaginu sem einkareknir háskólar hafa ekki. Eina lausnin á fjárhagsvanda ríkisreknu háskólanna er að stórauka framlög til þeirra svo þeir megi uppfylla skyldur sínar og vera samkeppnisfærir hvað gæði kennslu og þjónustu varðar. Bandalag háskólamanna fagnar auknu framboði háskólamenntunar en telur mikilvægt að flokka háskólanám eftir eðli þess og inntaki. Það er gert í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og þar eru til staðlar sem aðlaga mætti íslenskum aðstæðum. Þetta er í samræmi við Bologna-áætlunina sem miðar að því að samræma prófgráður og lengd náms í evrópskum háskólum. Á slíkri flokkun má síðan byggja stefnumörkun í háskólanámi og skynsamari nýtingu fjár til háskólanáms. Setja þarf lágmarkskröfur um menntun fyrir háskóladeildir þannig að treysta megi faglegri færni útskrifaðs fólks. Ungt fólk þarf að geta gengið að því sem vísu fyrirfram að menntunin sem það aflar sér sé í samræmi við kröfur um starfsréttindi í viðkomandi fagi og tryggi þeim inngöngu í skóla sem bjóða upp á framhaldsnám, hér á landi sem og erlendis. Minnt er á að enn er lítil reynsla af starfsemi einkarekinna háskóla hérlendis en tilraunir með rekstur einkaskóla á grunn- og framhaldsskólastigi hafa oftar en ekki siglt í strand. Í ljósi þess þykir BHM eðlilegt að ekki verði farið út í frekari einkavæðingu, enda skorti enn skýra stefnumörkun stjórnvalda varðandi nám á háskólastigi, eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar, "Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi"
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira