Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 15:47 Aðalsteinn hefur þá kenningu að stuðningur úr hópi Bjarna hafi minnkað á síðustu misserum, með þeim afleiðingum að Bjarni hafi farið að íhuga stöðu sína. vísir/vilhelm „Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“ Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira