Heilsan felst í húmornum 8. nóvember 2004 00:01 "Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt." Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt."
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira