Bingó-Villi 8. nóvember 2004 00:01 "Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu. Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég held mér eiginlega ekki í formi. Ég mætti í líkamsrækt einu sinni og var ágætlega duglegur að boxa og hlaupa en hætti því fljótlega. Ég stunda reyndar Dean Martin-leikfimi af kappi þessa dagana sem felst í glasalyftingum," segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur eða Bingó-Villi eins og flestir þekkja hann þessa dagana. Villi er ekki alslæmur þar sem hann gerði garðinn frægan hér á árum áður með handboltaliði KA. "Ég var í unglingalandsliðinu í handbolta og varð margfaldur Íslandsmeistari. Síðan fékk ég hreinlega nóg af því. Mér finnst handbolti reyndar meiriháttar íþrótt. Það er sjaldan sem maður fær hrós fyrir að slást og hamast í upplýstu húsi." Villi hugsar mikið um mataræðið þó hann hugsi ekki um hollustuna. "Ég er rosalegur sælkeri og nautnabelgur. Ég vil bara alvöru kjöt og villibráð og ekkert gervi. Ég vil helst hafa mikið af því, mikið af sósu og helst mikið af smjöri og sykri. Matur er bara of góður til að borða tofu eða spelt. Þó að það sé fínt við sum tækifæri þá er það ekki gott í steik. Svo drekk ég líka heilmikið af kaffi til að halda mér í formi," segir Villi en líkamsræktarstöðvarheimsókn er á dagskránni þótt ótrúlegt megi virðast. "Ég ætla að fara að fara aftur í ræktina svo ég komist í jakkaföt fyrir jólin." Villi er með þáttinn Bingó á Skjá Einum á sunnudagskvöldum og hefur hann fengið frábærar viðtökur. "Þetta er rosalega skemmtilegur og hraður þáttur og fólk virðist fíla hann vel," segir Villi en hægt er að prenta út bingóspjöld á heimasíðu Skjás Eins, s1.is, og spila með heima í stofu.
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira