Heilsueflandi jólagjafir 8. nóvember 2004 00:01 essa dagana eru starfsmannastjórar og forstjórar fyrirtækja farnir að huga að jólagjöfum starfsmanna sinna. Það getur varla talist til tíðinda að margar hefðbundnar jólagjafir eins og áfengi og súkkulaði eru langt frá því að vera heilsusamlegar auk þess sem þær veita einungis stundargleði. Því vil ég hvetja þessa aðila til að hugsa til lengri tíma þegar jólagjafir eru valdar. Hvernig væri að velja gjafir sem geta veitt starfsmönnum tækifæri á að öðlast hreysti, hamingju, lífsgleði, hugarró, orku og úthald? Slíkar gjafir munu gagnast báðum aðilum. Aðgangskort í líkamsrækt, jóga, sund eða námskeið sem hvetja til annars konar hreyfingar gætu komið til greina. Bækur sem hvetja til bættrar heilsu, aukinnar hamingju, yfirvegunar og aukinnar lífsgleði eru einnig góð gjöf. Námskeið í samskiptum, ræðumennsku, slökun og hugeflingu svo eitthvað sé nefnt hafa margföld heilsueflandi áhrif. Framboðið af þessu efni á Íslandi er alltaf að aukast og því er um auðugan garð að gresja. Áður fyrr þegar súkkulaði og áfengi voru munaðarvörur þótti það góður pakki sem innihélt slíkar vörur. En nú á dögum er framboðið slíkt að ekki þarf hvatningar við frá vinnuveitendum. Því er viturlegt að hugsa til frambúðar og velja heilsueflandi jólagjafir. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
essa dagana eru starfsmannastjórar og forstjórar fyrirtækja farnir að huga að jólagjöfum starfsmanna sinna. Það getur varla talist til tíðinda að margar hefðbundnar jólagjafir eins og áfengi og súkkulaði eru langt frá því að vera heilsusamlegar auk þess sem þær veita einungis stundargleði. Því vil ég hvetja þessa aðila til að hugsa til lengri tíma þegar jólagjafir eru valdar. Hvernig væri að velja gjafir sem geta veitt starfsmönnum tækifæri á að öðlast hreysti, hamingju, lífsgleði, hugarró, orku og úthald? Slíkar gjafir munu gagnast báðum aðilum. Aðgangskort í líkamsrækt, jóga, sund eða námskeið sem hvetja til annars konar hreyfingar gætu komið til greina. Bækur sem hvetja til bættrar heilsu, aukinnar hamingju, yfirvegunar og aukinnar lífsgleði eru einnig góð gjöf. Námskeið í samskiptum, ræðumennsku, slökun og hugeflingu svo eitthvað sé nefnt hafa margföld heilsueflandi áhrif. Framboðið af þessu efni á Íslandi er alltaf að aukast og því er um auðugan garð að gresja. Áður fyrr þegar súkkulaði og áfengi voru munaðarvörur þótti það góður pakki sem innihélt slíkar vörur. En nú á dögum er framboðið slíkt að ekki þarf hvatningar við frá vinnuveitendum. Því er viturlegt að hugsa til frambúðar og velja heilsueflandi jólagjafir.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira