Menning

Skór ganga alltaf aftur

Magdalena Margrét Kjartansdóttir myndlistarkona er mikið fyrir skó og lítur á skó sem fjárfestingu. "Ég held að bestu kaupin sem ég hef nokkru sinni gert hafi verið í brúðarskónum mínum árið 1968. Þeir voru keyptir í Feldinum og voru silfurlitaðir, támjóir, með háum hæl en samt mjúkir og mjög þægilegir. Ég hef stundum notað þá síðan, auðvitað alltaf til spari en nú sé ég að þeir eru að koma í tísku aftur. Ég er með skóáráttu og það er fjárhagslega hagkvæm árátta því skótískan fer í hringi og skór koma alltaf aftur í móð. Svo hafa skórnir auðvitað tilfinningalegt gildi sem brúðarskór. Ég er með myndlistarsýningu í Hallgrímskirkju núna, sem er kirkjan þar sem ég gifti mig og skírði börnin mín. Á tímabili langaði mig að setja upp sýningu af persónulegum munum sem tengjast kirkjunni og þar hefðu skórnir haft heiðurssess. Aldrei að vita nema ég láti verða af því."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×