Menning

Ástarpungar

Þegar okkur bráðvantar eitthvað gott með kaffinu í hvelli er upplagt að steikja ástarpunga. Það er að segja ef við eigum djúpsteikingarpott eða annan pott sem hentugt er að steikja í. Ástarpungarnir smakkast svipað og kleinur en mun fljótlegra er að búa þá til. Hins vegar geymast þeir ekki eins vel og kleinur því engin er í þeim feitin. Því eru þeir ljúffengastir nýir. Ástarpungar 4 bollar hveiti 1 bolli sykur 4 tsk. lyftiduft 2 egg 2 bollar mjólk Vanilla Rúsínur - en þeim má sleppa Allt hrært saman og deigið sett með teskeið út í heita feiti. Gæta þarf þess að hafa feitina ekki of heita því þá geta pungarnir bráðbakast og orðið hráir að innan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.