Erlent

Eru að ná tökum á Fullujah

Bandaríkjamenn segjast hafa meirihluta borgarinnar Fallujah í Írak á valdi sínu, en átök við skæruliða og hryðjuverkamenn halda þó áfram í suðurhluta borgarinnar. Átján bandarískir hermenn og fimm írakskir hafa fallið síðan að áhlaupir á Fallujah hófst og 178 hafa særst. Talsmenn hersins segja um sexhundruð skæruliða hafa verið drepna. Hermenn fara nú hús úr húsi í leit að hryðjuverkamönnum. Þó að skæruliðar séu sagðir á flótta í Fallujah virðist enn nóg af þeim annars staðar: Í Mósúl í norður-Írak urðu hersveitir fyrir árásum og sautján Írakar féllu þegar byssumenn settu upp varðstöðvar og gerðu þaðan árás á hersetuliðið skammt frá Bagdad í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×