Erlent

Fjölmenni við útför Arafats

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum streyma nú til Egyptalands til að vera við útför Jassirs Arafats, sem fer fram fyrir hádegi. Hann verður síðar jarðsettur í Ramallah. Ísraelsmenn hafa lokað af Vesturbakkann og Gasa-ströndina til að koma í veg fyrir ofbeldisverk, en hryðjuverkahópur Hamas-samtakanna hefur heitið áframhaldandi árásum. Ísraelskir hermenn drápu fjóra Palestínumenn í gær, þegar árás var gerð á landnemabyggð á Gasa-ströndinni. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Suha Arafat, ekkja Arafats, sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er ástæðan sú, að palestínska heimastjórnin samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×