Erlent

6 látast í jarðskjálfta

Öflugur jarðskjálfti kostaði sex manns lífið í Indónesíu í morgun. Fjörutíu og sex hið minnsta slösuðust, en skjálftinn mældist sex á richter. Fjöldi bygginga varð fyrir skemmdum og nokkur fjöldi eftirskjálfta hefur mælst. Jarðskjálftans var mest vart á eynni Alor, þar sem um hundrað og sjötíu þúsund manns búa í talsverðri fátækt. Sökum frumstæðra samgöngumannvirkja eiga björgunarmenn erfitt um vik með að koma fólki til bjargar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×