Erlent

Rússar banna reykingar

Rússar hyggjast banna reykingar á opinberum vettvangi. Frumvarp liggur nú fyrir rússneska þinginu, þar sem lagt er til að reykingar verði bannaðar á vinnustöðum og sjúkrahúsum, einungis verði leyft að reykja á tilgreindum reykingasvæðum í opinberum byggingum og sala tóbaks verði bönnum í íþróttahúsum og líkamsræktarstöðvum. Með þessu vonast rússnesk stjórnvöld til þess, að hægt verði að draga úr reykingum. Rússar eru einhverjir mestu reykingamenn í heimi, en yfir sextíu prósent karla yfir fimmtán ára aldri reykja. Efasemdarmenn benda á að lengi hafi verið bannað að reykja í almenningssamgöngutækjum, en að enginn fari eftir banninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×