Erlent

Blair í Hvíta húsinu

George Bush, Bandaríkjaforseti, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræða í dag saman í Washington og verða málefni Miðausturlanda efst á baugi. Búist er við því að Bush geri við það tækifæri grein fyrir hugmyndum sínum um framtíð friðarferlisins þar eftir fráfall Jassirs Arafats. Blair er þeirrar skoðunar að rétt sé að beina athyglinni sérstaklega að Miðausturlöndum nú og vill hann að Bandaríkjastjórn ítreki stuðning sinn við friðarferlið þar. Fundur þeirra Blairs með Bush er fyrsti fundur Bandaríkjaforseta með öðrum þjóðarleiðtoga frá því að hann var endurkjörinn í síðustu viku, en meðal annarra mála á dagskrá fundarins eru samskipti ríkja á Atlantshafsásnum og kjarnorkumál Írans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×