Útför í skugga óvissu 12. nóvember 2004 00:01 Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Útför Jassirs Arafats fór fram í Egyptalandi í morgun í skugga óvissu um banamein hans, sögusagna um himinháar lífeyrisgreiðslur til ekkju hans og ringulreiðar um eftirmenn. Leiðtogar frá yfir fimmtíu ríkjum voru viðstaddir útförina í Kairó í morgun, en almenningur fékk ekki að taka þátt í athöfninni. Nú er kista Arafats á leið til Vesturbakkans, þar sem hann jarðsettur í steinsteypukistu í Ramallah, að sögn til bráðabirgða, uns unnt verður að flytja leyfar hans til hinstu hvílu í Jerúsalem. Þúsundir Palestínumanna syrgja Arafat og minnast á götum bæja og borga á svæðum Palestínumanna, og þjóðarleiðtogar hafa sent samúðarkveðjur. Ennþá hafa engar upplýsingar fengist um banamein Arafats, en talsmenn franska hersjúkrahússins, þar sem hann lést, eru þöglir sem gröfin og segja ættingja verða að heimila upplýsingagjöf. Einkalæknir Arafats vill að hann verði krufinn, svo að Palestínumenn geti fengið vissu um orsakirnar. Vitað er að lítið blóðflögumagn mældist í blóði Arafats og það er talið hafa leitt til heilablæðingar. Orsakir þess, að blóðflögumagnið var lágt, eru þó eftir sem áður óljósar, en þetta gæti bent til margskonar sjúkdóma: lifrarsjúkdóma, lokastiga krabbameins og jafnvel alnæmis. Talið er að ástæður þess, að ekki er gefið uppi hvað hrjáði Arafat séu annað hvort sú, að sjúkdómurinn sé talinn vandræðalegur, eða að læknar á Vesturbakkanum hafi greint Arafat rangt og hann hafi því ekki hlotið rétta meðferð fyrr en of seint. Suha Arafat, ekkja Arafats sem meinaði samstarfsmönnum hans að hitta hann á sjúkrabeðinu í París, hefur nú látið af andstöðu sinni. Hún gekk á eftir kistu Arafats í Kæró, en síðustu æviár Arafats bjó hún í París. Samkvæmt frétt ítalska dagblaðsins Corriere della Sera er Suha nú sátt við palestínsku heimastjórnina, hugsanlega í ljósi þess að hún samþykkti að greiða henni tuttugu og tvær milljónir dollara í lífeyri á ári, eða sem nemur einum og hálfum milljarði króna. Þótti yfirvöldum vænlegra að sættast við Súhu en þrætta um fjármál Arafats. Meginþorri greiðslnanna til Súhu er sagður koma úr leynisjóðum sem Arafat og félagar höfðu komið fyrir á erlendum bankareikningum, en alls er talið að um fjórir milljarðar dollara séu faldir á slíkum reikningum. Engin vissa hefur enn fengist um framtíðarskipan forystusveitar Palestínumanna. Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu, sem hrökklaðist úr embætti vegna deilna við Arafat, var í morgun settur í embætti formanns frelsishers Palestínu, PLO. Forseti palestínska þingsins hefur einnig verið settur í embætti forseta tímabundið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira