Erlent

Blair viðstaddur minningu Bigleys

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar í dag að vera viðstaddur minningarþjónustu um breska gíslinn Kenneth Bigley, sem drepinn var í Írak fyrir nokkru. Blair flaug til heimabæjar Bigleys, Liverpool, að loknum fundum með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington. Ættingjar Bigleys óskuðu eftir því að Blair yrði við minningarathöfnina og ætlar hann að verða við því. Morðið á Bigley jók enn á deilurnar um Íraksstríðið á Bretlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×