Erlent

Kosningar innan tveggja mánaða

Ahmed Kúrí, forsætisráðherra Palestínu, hét því í morgun að forsetakosningar yrðu haldnar í Palestínun innan sextíu daga, eins og lög mæla fyrir um. Engar kosningar hafa verið haldnar frá því að Jassir Arafat vann yfirburðasigur í kosnungunum árið 1996. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær. Yfirlýsing George Bush þess efnis, að hann sjái fyrir sér stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á næsta kjörtímabili sínu, hefur vakið athygli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×