Erlent

Moska brennd í Hollandi

Moska múslíma í bænum Helden í Hollandi brann til grunna í morgun og telur lögregla að kveikt hafi verið í henni. Grunur leikur á að íkveikjan sé enn eitt hefndarverkið fyrir morðið á kvikmyndagerðarmannin Theo van Gogh, en kveikt hefur verið í tíu moskum í Hollandi í kjölfarið. Hægriöfgamenn hafa látið ófriðlega síðan, og lítt þekktur múslímahópur sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis, að Hollendingar myndu greiða hátt verð fyrir frekari ofbeldis- og hefndarverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×