Erlent

Gáfu 6 ára gömlum dreng raflost

Lögreglumenn í Miami í Bandaríkjunum skutu í skutu í gær raflosti í sex ára gamlan dreng, sem hótaði að skera sig á skrifstofu skólastjóra í grunnskóla nokkrum í Miami. Drengurinn hafði þegar skorið sig á tveim stöðum þegar lögreglumenn komu á vettvang og þegar hann hugðist skera sig enn eina ferðina, var honum veitt rafstuð upp á 50 þúsund volt úr byssu sem lögreglumennirnir báru. Með þessu segjast lögreglumennirnir hafa bjargað drengnum frá stórslysi, en hann var strax fluttur á sjúkrahús, þar sem gert var að sárum hans og hann svo lagður inn á geðdeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×