Erlent

Kýpurbúar vilja viðræður við Tyrki

Stjórnvöld á Kýpur hafa farið þess á leit við Tyrki að koma af stað umræðum til þess að leysa þann hnút sem verið hefur í samskiptum ríkjanna. Tyrkir samþykkja ekki Kýpur sem sjálfstætt ríki og forseti Kýpur segir það verða að breytast ætli Tyrkir sér inngöngu í Evrópusambandið. Kýpurbúar, sem gengu í ESB í mái síðastliðnum, gætu staðið í vegi fyrir inngöngu Tyrkja í sambandið, en segjast ekki munu gera það ef hugarfar Tyrkjanna breytist, enda er vonast til þess að innganga Tyrkja í Evrópusambandið geti orðið til þess að auka mjög stöðugleika og frið í Mið-Austurlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×