Erlent

Taugagas olli persaflóaheilkenni

Persaflóaheilkennið svokallaða er tilkomið vegna eitrunar af völdum efnavopna og taugagass, samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökum hermanna í Bandaríkjunum. Persaflóaheilkennið eru hrina sjúkdómseinkenna sem hafa hrjáð tugþúsundir hermanna sem börðust fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrra Íraksstríðinu, sem oft var talið að væri tilkomið vegna streitu í kjölfar stríðsins. Bæði hin nýja skýrsla frá Bandaríkjunum og nýleg skýrsla lækna í Bretlandi, benda hins vegar til þess að heilkennið sé tilkomið vegna eiturefna og taugagass, sem valdið hafa því að fjöldi manna á besta aldri eru nú við dauðans dyr eftir þáttöku sína í Persaflóastríðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×