Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur 13. nóvember 2004 00:01 "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
"Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Sjá meira