Erlent

Hafa áhyggjur af almenningi

Hjálparsamtök lýsa miklum áhyggjum af aðbúnaði óbreyttra borgara í Falluja sem enn hafast við í borginni. Birgðalest Rauða hálfmánans var hleypt að sjúkrahúsi í vesturhluta borgarinnar en var bannað að dreifa matvælum til fólks í borginni meðan bardagar stæðu enn yfir. Írakar segjast hafa náð markmiðum sínum í Falluja, borgin sé á þeirra valdi og aðeins eigi eftir að uppræta fáeina hópa vígamanna. Þeir segja þúsund vígamenn hafa fallið og 200 verið tekna til fanga. Ein bandarísk hersveit var í gær send frá Falluja til Mosul þar sem vígamenn hafa haldið uppi miklum árásum meðan á bardögum í Falluja stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×