Erlent

Benda enn á Bandaríkjastjórn

Það er vel mögulegt að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga ef bandarísk stjórnvöld láta af því markmiði sínu að steypa Norður-Kóreustjórn af stóli. Þetta sagði talsmaður norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í fyrstu yfirlýsingu þarlendra stjórnvalda um kjarnorkudeiluna eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Sakir þess að Norður-Kóreumenn neituðu að taka þátt varð ekkert af sex ríkja viðræðum um lausn á kjarnorkudeilunni sem halda átti í september. Norður-Kóreumenn hafa ekkert gefið út um hvort eða hvenær þeir taka aftur þátt í slíkum viðræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×