Erlent

Löggur og hermenn börðust

Tveir afganskir lögreglumenn og tveir liðsmenn afgansks stríðsherra létust þegar kom til skotbardaga á milli fylkinga þeirra í Helmand-héraði. Atvikið þykir undirstrika þau vandamál sem stjórnvöld standa frammi fyrir, stríðsherrar halda enn í fylkingar sínar auk þess sem lögregla, her og öryggissveitir stríða á stundum hver við aðra. Skotbardaginn braust út í kjölfar deilna lögreglumanna og liðsmanna stríðsherrans en ekki var sagt frá því um hvað þeir deildu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×