Erlent

Leyniþjónusta í uppnámi

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er í upplausn í kjölfar þess að Porter Goss tók til starfa sem nýr yfirmaður hennar. Fjöldi háttsettra manna hótar að segja af sér í kjölfar deilna við manninn sem Goss lætur stjórna daglegum rekstri, að því er fram kom í Washington Post. Reyndir yfirmenn í leyniþjónustunni eru ósáttir við hversu mikið vald Goss hefur gefið næstráðanda sínum. Yfirmaður starfsemi leyniþjónustunnar erlendis sagði af sér á föstudag að sögn blaðsins en samþykkti að hugsa málið yfir helgina. Fleiri eru sagðir íhuga uppsögn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×