Erlent

Löggur hjálpuðu til við innbrot

Franskur innbrotsþjófur taldi það ekki eftir sér að fá lögregluna til að hjálpa sér við innbrot. Maðurinn hringdi á lögreglustöðina í Enghien-les-Bains, smábæ norðvestur af París, síðla kvölds og bað um hjálp við að komast inn í skartgripaverslun. Hann sagðist vera eigandi verslunarinnar en kvaðst hafa týnt lyklunum og kæmist því ekki inn. Lögreglumenn komu á vettvang og hjálpuðu honum inn. Þá fór að gruna að eitthvað væri á seyði þegar hann stakk inn á sig úrum og pennum að verðmæti milljón. Hann slapp þó út en náðist næsta dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×