Erlent

Evrópuþjóðir skilja ekki alvöruna

"Það er ekki nógu mikill skilningur á því meðal Evrópuþjóða hversu alvarleg þessi ógn er," sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann gagnrýndi Evrópuþjóðir fyrir að taka hryðjuverkaógnina ekki jafn alvarlega og bandarísk stjórnvöld. Scheffer sagði að umræðan í Evrópu hefði einkennst af því hversu langt mætti ganga í baráttunni gegn hryðjuverkum með hliðsjón af mannréttindavernd. "Ég held að hér ætti Evrópa að líta til Bandaríkjanna um leiðsögn frekar en öfugt." Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að grafa undan mannréttindum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×